Lax er ekki bara lax, framleiðslan er mjög mismunandi

Í dag er ekki hægt að segja að of takmarkað framboð sé á Íslenskum laxi eins og greint er frá. Hið rétta er að Íslenskur lax hefur ákveðna sérstöðu og 2 stærstu laxaframleiðendur á Íslandi eru að framleiða lax með ákveðnum hætti. Þessi ábyrga laxaframleiðsla byggir á nokkrum þáttum sem eru frábrugðnir hefðbundnu laxeldi í Noregi, Færeyjum og Chile.

Fóður. Í svonefndu Eco fóðri sem fyrrnefndir Íslenskir laxabændur nota eru ekki litarefnin Astaxanthin og Cantaxanthin. Í stað þeirra er notað Pfaffia yiest sem er unnið úr þörungum.

Þéttleiki í sjókvíaeldi. Miðað er við minna en 10kg af laxi per rúmmeter.

Engin sýklalyf, lúsameðferð notað á Íslenskum laxi.

Íslenskur lax er því ekki bara lax heldur All Natural. Það er dýrara að rækta laxinn með slíkum ábyrgum hætti og því er varan dýrari. Umgengni við laxaframleiðslu er að mörgu leyti ábótavant í Chile skv. vitneskju undirritaðs.

Það er mikið fagnaðarefni að Íslenskir laxaframleiðendur hafa tekið þann pól í hæðina að framleiða Íslenskan lax með ábyrgum hætti í sátt við umhverfið.

Hráefnið er líka allt öðruvísi og hefur undirritaður látið mæla reyktan Íslenskan lax og er hann með hærra Omega-3 gildi en Ísgem grunnurinn segir til um.

Vil hvetja Íslenska laxaframleiðendur að halda áfram á þessari braut.

Kristján Rafn Sigurðsson


mbl.is Innfluttur lax í íslenskum búðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og vitleysan byrjar á ný með ofurlaunin

Það er með ólíkindum hvernig Höskuldur getur þegið rúmlega milljóna laun á mán.  Það er máski svona erfitt að taka húsið af fjölskyldum í landinu, og rukka fólkið svo um eftirstöðvar þess láns sem bankinn var búinn að samþykkja að fella niður.  Svona dæmi hefi ég aldrei áður séð og tel að saksækja ætti bankann fyrir svona athæfi þ.e. fyrir ólögmæta innheimtu.  Sönn dæmi um ofurinnheimtu Arion banka viðgengust í febrúar 2011 þrátt fyrir samninga í ágúst 2010.  Ef ég ætti hagsmuna að gæta mundi ég ekki hugsa mig tvisvar um.

Samningar við EB í gegnum tíðina

Held við Íslendingar þurfum alvarlega á að halda endurhugsun í öllu þessu samningastússi við EB.  Íslendingar hafa alla jafna ekki verið góðir samningamenn í milliríkjasamningum.  Tel ástæðuna helsta hversu fá við erum?  Við þurfum að ráða vana og góða samningamenn fyrir okkur sem sérfróðir eru í milliríkjasamningum.

 Hvers vegna?  Jú, enn í dag búa mörg fyrirtæki við þau skilyrði að þurfa að hlíta reglugerðum frá EB sem Íslensk stjórnvöld innleiða í gegnum samninga við EB.  Hins vegar eru gríðarlegar tollahindranir fyrir sömu fyrirtæki ef þau vilja auka útflutning til EB þannig að það er ekki gerlegt.

Í reyktum laxi eiga Norðmenn 450 tonna tollakvóta inn til EB frá eldri tíð.  Íslendingar hins vegar hlusta bara við endurskoðun samninga núna síðast og hlýða samninganefnd EB þegar þeir segja ákveðin mál ekki til umræðu.

Meginandi EES samningsins ber greinilegar áherslur skv. neðangreindu að samkeppni raskist ekki milli ríkja á EES.

"1. gr.


1. Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir EES.

2. Til að ná þeim markmiðum sem sett eru í 1. mgr. skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér:

a) frjálsa vöruflutninga;
b) frjálsa fólksflutninga;
c) frjálsa þjónustustarfsemi;
d) frjálsa fjármagnsflutninga;
e) að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnig
f) nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála. "  http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/ees/EESSamningur/nr/1157

Undirritaður upplifir sig sem n.k. Don Quixote de la Mancha sem barðist við vindmyllurnar, en í þessu tilfelli eru það tollahindranir frá Íslandi inn til EB.  Það er með ólíkindum að Ísland hafi samið um frjálst flæði og tollalausar sjávar- og lagarafurðir inn til Íslands frá EB ríkjum.  Á meðan eru tilteknar ákveðnar afurðir tollaðar mjög hátt fyrir tilverknað lobbyista í aðildarríkjum EB þannig að ómögulegt er fyrir íslensk fyrirtæki að keppa á evrópskum markaði.

 Það þarf greinilega að stokka vel upp í þessum tollamálum, einfalda þau til muna og viðhafa opna, beinskeytta og sanngjarna umræðu um reglur í samkeppni allra aðila á EES svæðinu.

Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdarstjóri


Um bloggið

Kristján Rafn Sigurðsson

Höfundur

Kristján Rafn Sigurðsson
Kristján Rafn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í laxvinnslunni í Danmörku

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband