Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Samningar við EB í gegnum tíðina

Held við Íslendingar þurfum alvarlega á að halda endurhugsun í öllu þessu samningastússi við EB.  Íslendingar hafa alla jafna ekki verið góðir samningamenn í milliríkjasamningum.  Tel ástæðuna helsta hversu fá við erum?  Við þurfum að ráða vana og góða samningamenn fyrir okkur sem sérfróðir eru í milliríkjasamningum.

 Hvers vegna?  Jú, enn í dag búa mörg fyrirtæki við þau skilyrði að þurfa að hlíta reglugerðum frá EB sem Íslensk stjórnvöld innleiða í gegnum samninga við EB.  Hins vegar eru gríðarlegar tollahindranir fyrir sömu fyrirtæki ef þau vilja auka útflutning til EB þannig að það er ekki gerlegt.

Í reyktum laxi eiga Norðmenn 450 tonna tollakvóta inn til EB frá eldri tíð.  Íslendingar hins vegar hlusta bara við endurskoðun samninga núna síðast og hlýða samninganefnd EB þegar þeir segja ákveðin mál ekki til umræðu.

Meginandi EES samningsins ber greinilegar áherslur skv. neðangreindu að samkeppni raskist ekki milli ríkja á EES.

"1. gr.


1. Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir EES.

2. Til að ná þeim markmiðum sem sett eru í 1. mgr. skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér:

a) frjálsa vöruflutninga;
b) frjálsa fólksflutninga;
c) frjálsa þjónustustarfsemi;
d) frjálsa fjármagnsflutninga;
e) að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnig
f) nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála. "  http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/ees/EESSamningur/nr/1157

Undirritaður upplifir sig sem n.k. Don Quixote de la Mancha sem barðist við vindmyllurnar, en í þessu tilfelli eru það tollahindranir frá Íslandi inn til EB.  Það er með ólíkindum að Ísland hafi samið um frjálst flæði og tollalausar sjávar- og lagarafurðir inn til Íslands frá EB ríkjum.  Á meðan eru tilteknar ákveðnar afurðir tollaðar mjög hátt fyrir tilverknað lobbyista í aðildarríkjum EB þannig að ómögulegt er fyrir íslensk fyrirtæki að keppa á evrópskum markaði.

 Það þarf greinilega að stokka vel upp í þessum tollamálum, einfalda þau til muna og viðhafa opna, beinskeytta og sanngjarna umræðu um reglur í samkeppni allra aðila á EES svæðinu.

Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdarstjóri


Um bloggið

Kristján Rafn Sigurðsson

Höfundur

Kristján Rafn Sigurðsson
Kristján Rafn Sigurðsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Í laxvinnslunni í Danmörku

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband