Færsluflokkur: Bloggar

Lax er ekki bara lax, framleiðslan er mjög mismunandi

Í dag er ekki hægt að segja að of takmarkað framboð sé á Íslenskum laxi eins og greint er frá. Hið rétta er að Íslenskur lax hefur ákveðna sérstöðu og 2 stærstu laxaframleiðendur á Íslandi eru að framleiða lax með ákveðnum hætti. Þessi ábyrga laxaframleiðsla byggir á nokkrum þáttum sem eru frábrugðnir hefðbundnu laxeldi í Noregi, Færeyjum og Chile.

Fóður. Í svonefndu Eco fóðri sem fyrrnefndir Íslenskir laxabændur nota eru ekki litarefnin Astaxanthin og Cantaxanthin. Í stað þeirra er notað Pfaffia yiest sem er unnið úr þörungum.

Þéttleiki í sjókvíaeldi. Miðað er við minna en 10kg af laxi per rúmmeter.

Engin sýklalyf, lúsameðferð notað á Íslenskum laxi.

Íslenskur lax er því ekki bara lax heldur All Natural. Það er dýrara að rækta laxinn með slíkum ábyrgum hætti og því er varan dýrari. Umgengni við laxaframleiðslu er að mörgu leyti ábótavant í Chile skv. vitneskju undirritaðs.

Það er mikið fagnaðarefni að Íslenskir laxaframleiðendur hafa tekið þann pól í hæðina að framleiða Íslenskan lax með ábyrgum hætti í sátt við umhverfið.

Hráefnið er líka allt öðruvísi og hefur undirritaður látið mæla reyktan Íslenskan lax og er hann með hærra Omega-3 gildi en Ísgem grunnurinn segir til um.

Vil hvetja Íslenska laxaframleiðendur að halda áfram á þessari braut.

Kristján Rafn Sigurðsson


mbl.is Innfluttur lax í íslenskum búðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og vitleysan byrjar á ný með ofurlaunin

Það er með ólíkindum hvernig Höskuldur getur þegið rúmlega milljóna laun á mán.  Það er máski svona erfitt að taka húsið af fjölskyldum í landinu, og rukka fólkið svo um eftirstöðvar þess láns sem bankinn var búinn að samþykkja að fella niður.  Svona dæmi hefi ég aldrei áður séð og tel að saksækja ætti bankann fyrir svona athæfi þ.e. fyrir ólögmæta innheimtu.  Sönn dæmi um ofurinnheimtu Arion banka viðgengust í febrúar 2011 þrátt fyrir samninga í ágúst 2010.  Ef ég ætti hagsmuna að gæta mundi ég ekki hugsa mig tvisvar um.

Um bloggið

Kristján Rafn Sigurðsson

Höfundur

Kristján Rafn Sigurðsson
Kristján Rafn Sigurðsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Í laxvinnslunni í Danmörku

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband